IO veiðileyfi býður aftur upp á flugukastnámskeið með Henrik Mortensen við Ytri-Rangá dagana 9.–10. maí og 10.–11. maí. Eftir gott gengi námskeiðsins í fyrra kemur Henrik aftur til landsins, ásamt reynslumiklum leiðbeinendum, þeim Thomasi T. Thorsteinsson og Sverri Rúnarssyni.
Námskeiðið hentar bæði byrjendum og reyndari fluguveiðimönnum sem vilja bæta tæknina í einhendu- og tvíhenduköstum. Kennslan fer fram bæði úti við rennandi vatn og inni við, þar sem þátttakendur fá persónulega leiðsögn við raunhæfar aðstæður.
Verð á mann er 55.800 kr. og innifelur kennslu, gistingu í veiðihúsi Ytri-Rangár, kvöldmat, morgunmat og aðgang að heitum potti og saunu.
Takmörkuð pláss í boði, þannig að við hvetjum áhugasama til að tryggja sér sæti!