FréttirOpnun

Það þarf að finna fiskinn en fjör við Leirá í morgun – veiðin að byrja í dag

Stefán Sigurðsson og Harpa Hlín Þórðardóttir með annan fiskinn úr Leirá í Leirársveit /Mynd: GB

„Vatnið er gott en það þarf að finna fiskinn og þá  gengur þetta, við erum búin að fá þrjá fiska ég og Harpa í rúman klukkutíma,” sagði Stefán Sigurðsson við Leirá í Leirársveit í morgunsárið, en veiðin var rétt hafin í ánni.

„Það eru allt aðrar aðstæður hérna núna en var  þegar áin opnaði í fyrra, áin öll á ís þá. Staðan er fín núna og gaman að glíma við fiskinn og fá veiði. Nokkrar ár og vatnasvæði eru að opna hjá okkur í dag, fyrsti fiskurinn er kominn í Ytri Rangá, þetta er allt að koma,“ sagði Stefán enn fremur.

„Gaman að fá fisk, góð byrjun á veiðitímabilinu,” sagði Harpa Hlín Þórðardóttir, sem var við veiðar aðeins ofar í ánni en Stefán, þegar fiskurinn kom á land.

Já allt er þetta að byrja og fiskar á land víða.

Harpa Hlín gímir við fyrsta fiskinn á veiðitímabilinu / Mynd GB