„Veiði- og heiðursmannafélagið Skógarefil skellti sér í Gljúfurá í Húnaþingi fyrir fáum dögum. Væntingar manna voru hóflegar enda einungis 14 laxar skráðir í veiðibókina það sem af var sumri á föstudeginum og enginn í hollinu á undan. Eitthvað hreyfði þó vætutíðin um helgina við laxinum því þegar upp var staðið á sunnudeginum höfðu menn landað níu löxum og misst fimm. Hápunktur ferðarinnar var þegar aldursforseti félagsins og formaður kakónefndar Einar Valbergsson landaði vel höldnum hæng sem mældist 94 sentimetrar að lengd. Stórskemmtilegur túr.“
Eldra efni
Fjórir laxar komnir á land í Blöndu
„Maður er búin að veiða fyrsta laxinn í sumar en það hafa veiðst fjórir laxar í Blöndu,“ sagði Þórir Traustason við veiðar í Blöndu þessa dagana. En fjórir laxar hafa veiðst síðan áin opnaði sem er töluvert betri veiði en
Fleiri og fleiri regnbogar veiðast í Minni – engar hugmyndir hvaðan þeir koma
„Það hafa veiðst 20 regnbogar og nokkir urriðar í Minnivallarlæk síðan hann opnaði en enginn veit hvaðan þessir fiskar koma, þeir eru ekki úr fiskeldisstöðvum kringum lækinn,“ sagði Þröstur Elliðason en aðalfundur veiðifélags Minnivallarlækjar var um páskana og ekkert skýrðist þar um þessa dularfullu
Alla veiðiþættir Gunnars Bender
„Viðbrögðin við þáttunum 8 fóru fram úr björtustu vonum og yfir 100 þúsund hafa nú séð þættina sem hófu göngu sína í september,“ sagði Gunnar Bender þáttastjórnandi og ritstjóri á veidar.is. Hér má finna hlekki á þættina 8 en þeir
Dyntóttir fiskar úr Leirvogsá
„Það var skemmtilegur dagur hjá okkur Guðna í Leirvogsá,“ sagði María Hrönn Magnúsdóttir og bætti við; „mjög skemmtileg á en fiskarnir smá dyntóttir. Það var frekar blautt á okkur um morguninn og áin vatnsmikil. Við byrjuðum í Móhyl og sáum ekkert líf
Yfir 100 fiskar í Húseyjarkvísl í einu holli
„Við höfum verið með fast holl á þessum tíma í ánni og veiðin var rosaleg hjá okkur núna,“ sagði Sindri Kristjánsson sem var að koma úr Húseyjarkvísl í Skagafirði fyrir nokkrum dögum með frábæra veiði ásamt félögum sínum. „Þetta árið var meiriháttar
Margir á rjúpu og fuglinn ljónstyggur
Margir héldu til rjúpna um helgina til að freista þess að að ná í jólamatinn en tíðarfarið þessa dagana er ótrúlegt og minnir á köldustu sumardagana fyrr í sumar. Já það fóru margir á rjúpu víða um land og við heyrðum i