„Þetta var frábær veiðitúr í Eyjafjarðará um daginn, flottir fiskar og frábær félagsskapur,” sagði Matthías Stefánsson þegar við spurðum hann um fyrsta veiðitúr ársins í Eyjafjarðará.
„Þetta var feðgaferð hjá okkur og var verulega skemmtileg, vorum að fá fimm flotta fiska á dag og vel væna suma. Síðan verður það Ytri-Rangá um páskana en þar hefur verið mjög góð veiði síðan áin opnaði fyrir veiðimenn,” sagði Matthías sem var orðinn spenntur að renna fyrir fiska í páskavikunni.
Já vorveiðin hefur gengið vel og fiskurinn hefur verið að taka hjá veiðimönnum. Erfitt er að segja um aflamagn en líklega hafa veiðst um þúsund fiskar það sem af er veiðitímanum. En það á aðeins að kólna næstu daga en svo hlýnar aftur og veiðin heldur áfram.