Fréttir

Þræddu fjölda veiðiáa veiðileyfalausir

Laxinn fór í gegnum teljarann í Laugardalsá með tóby spún í bakinu

Svo virðist sem þrír menn hafi þrætt nokkrar laxveiðiár á Vestfjörðum og Vesturlandi án  þess að vera með veiðileyfi. Þeir voru á hvítum Land Gruser og hafa allavega farið að veiða í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi, Hvolsá og Staðarholsá  í Dölum, Miðá í Dölum og Hörðudalsá. En það sást til þeirra að stelast af veiða eins og Miðá i Dölum, þar sem þeir æddu um ána fyrir neðan bæinn Breiðabólsstað með maðk og flotholt, en maðkur er ekki lengur leyfður í ánni. Þeir hlupu yfir hvern veiðistaðinn á fætur öðrum en fiskur er varla kominn svo ofarlega í ána ennþá. Og veiðiskapurinn minnti á menn á flótta.

Nokkru seinna voru þeir nappaðir í Hörðudalsá og var frétt í Skessuhorni um málið og þennan hvíta jeppa sem þeir hafa farið um allt á til veiða. Húkkaður lax í Laugardalsá með toby í bakinu er að að öllum líkindum eftir þá segja okkur heimildir. En líklega hafa þeir farið víðar að veiða án þess að hafa nokkurt leyfi í miklu fleiri veiðiám, en hvað þeir hafa veitt mikið veitt enginn.

En það er eins gott að líta eftir ef sést hvítur jeppi og þrír menn á hlaupum með veiðistangir og með sprengju í rassinum.