EldislaxarFréttir

Eldislax veiddist í Haukadalsá

Þessi fiskur veiddist í Haukadalsá í Dölunum við Breiðafjörð í dag og er augljóslega eldislax. Það má meðal annars sjá á sporði og aflöguðum neðri kjálka.

Hópurinn við ána landaði að minnsta kosti þremur öðrum löxum svipuðum að stærð. Samkvæmt lýsingum af staðnum er áin „full af fiski” neðarlega, 80 til 90cm stórum. 

Engar líkur eru á göngu stórlaxa á þessum tíma í ágúst. Allt bendir því til að þessi fiskur hafi sloppið úr sjókvíaeldi. 

Við biðjum veiðimenn um að vera á sérstöku varðbergi og sleppa alls ekki laxi sem lítur svona út heldur drepa hann og skila til erfðagreiningar hjá Hafrannsóknastofnun. 

Við biðjum ykkur líka um að deila þessari færslu sem víðast. Gríðarlega mikilvægt er að ná sem flestum svona fiskum úr ánum.

Við höfum haft samband við MAST, Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun og fengið staðfest að ekkert strok hefu verið tilkynnt. Enginn vafi leikur hinsvegar á að fiskurinn á myndinni er eldislax.

Hér fylgir líka upplýsingaefni frá Hafrannsóknastofnun um hvernig hægt er að greina nýsloppinn eldislax út frá útlitseinkennum. 

(Nánast ómögulegt getur verið að greina á útliti eingöngu eldislax sem hefur sloppið ungur úr sjókví og gengur í ár eftir langa dvöl í hafi.)