Unnur Sif Hjartardóttir með maríusilunginn sinn
FréttirVatnaveiði

Flott veiði í Mallandsvötnum

Heildarveiði í Mallandsvötnum sumarið 2025 er nú komin yfir 1.300 fiska, en síðasta hollið hjá okkur líkur veiði um næstu helgi,“ segir Einar Páll Kjærnested á Mallandi.  „Mesta veiðin hefur verið í Skjaldbreiðarvatni og Selvatni, en Álftavatn, Rangatjarnir og Urðartjörn hafa einnig skila góðri veiði.  Meðalþyngdin úr vötnunum er 1,5 pund en stærsti fiskurinn var 4,5 pund og veiddist hann í Skjaldbreiðarvatni um miðjan júlí. Bleikjan er enn mjög sterk í Álftavatni og Rangatjörnum, en hún er ca. 40-50% af heildaraflanum úr þeim vötnum.

Eftirspurn eftir veiðileyfum í Mallandsvötn hefur aukist mikið síðastliðin 2 ár en þá fórum við að bjóða upp á gistingu í íbúðarhúsinu á Mallandi. Hóparnir sem komu til okkar í sumar voru af ýmsum tegundum, vinahópar í skemmtiferð, fjölskyldur með börn sem veiddu sína fyrstu fiska á ævinni, grjótharða fluguveiðimenn sem slepptu öllum fiski og alvöru veiðikonur sem nýttu allan fisk, flökuðu og vakum pökkuð beint í neytendaumbúðir.  Það er virkilega gaman að fylgjast með því hversu fjölbreyttur hópur fólks stundar vatnaveiði hjá okkur á Skagaheiðinni.  

Strax í september byrjar svo undirbúningur fyrir næsta sumar, erum að fá til okkar jarðvinnuverktaka núna í næstu viku til að betrumbæta veiðiveginn.  Svo hefst bara undirbúningur að söluveiðileyfa fyrir næsta sumar þegar nær dregur jólum, en við reiknum með að hefja formlega sölu fljótlega upp úr áramótum,“ sagði Einar að lokum.

Brynjar Ernir Gunnarsson við veiðar í Selvatn