Gæsaveiðin komin á flug
„Við feðgar skelltum okkur í morgunflug á gæs fyrir fáum dögum, sagði Gunnar Ólafur Kristleifsson sem fór á gæsaveiðar með Finnboga Þór, syni sínum og bætti við: „Það var hlýtt en það sem bjargaði okkur var þó nokkur vindur. Fyrstu gæsir duttu 06:00 og svo voru þær að detta þægilega til 09:30 þá fannst okkur þetta vera orðið gott; 20 gæsir, 16 heiðagæsir og 4 grágæsir, því það þarf líka að ganga frá aflanum. Reyndar var það nú þannig að við vorum ekki alveg rétt staðsettir því þær sóttu meira á annan stað en við feðgar mjög sáttir með tuttugu gæsir því vertíðin er rétt að byrja. Fórum nokkrum dögum síðar, þá var stafalogn og hlýtt og gæsin í miklu háflugi, svo það var bara náttúrustund hjá okkur feðgum. Við erum að fara aftur fljótlega hvað gerist þá veit maður eigi svo gjörla en eitt er víst; það verður gaman,“ sagði Gunnar Ólafur í lokin.



