Ævintýraveiðar – stórlax og silungur í sumar
„Næsta sumar ætla ég að veiða á svæði fjögur og í Gljúfrinu í Stóru-Laxá ,“ sagði Sindri Þór Kristjánsson og bætti við; „eins og ég geri jú oftar en einu sinni á hverju sumri. Þetta er alvöru ævintýraferð á hálendinu. Fimm laus pláss á góðu verði og dagarnir frá 11. til 13. ágúst í sumar. Planið er að taka svæði 4 og Gljúfrin fyrir ofan svæði 4 sem er Uppgöngugil og Fagratorfa. Gist í veiðihúsinu á svæði 4.
Þetta er auðvitað fallegasta svæði sem til er að mínu mati. Ég fer þarna vanalega með vinum að veiða eða þá að gæda kúnna en nú langar mig að bjóða bara hverjum sem er að koma með. Ábyggilega fullt af fólki sem langar en aldrei látið verða að því. Nú er tækifærið,“ sagði Sindri Þór enn fremur.


