Kastað til bata 2023
Dagana 4.–6. júní sl. var farin ferð í Langá á Mýrum undir formerkjum verkefnisins „Kastað til bata“. Verkefnið er endurhæfingarverkefni á vegum Krabbameinsfélagsins, Brjóstaheilla – samhjálpar kvenna, og styrktaraðilum. Stangveiðifélag Reykjavíkur er stoltur styrktaraðili verkefnisins og Kvennanefnd SVFR kemur að þátttöku fyrir hönd félagsins.