Enn einn lax í Gljúfurá
„Við fjölskyldan förum árlega í Gljúfurá í Borgarfirði og höfum gert í nokkur ár. Alltaf jafn æðislegt. Margir fjölskyldumeðlimir hafa fengið sinn maríulax hér,“ segir Egill Orri Guðmundsson 11 ára en hér er hann með fallega hrygnu úr staðnum Fjallgirðing.