FréttirRjúpanSportveiðiblaðið

Björgunarsveitin neitaði að smala rjúpum saman fyrir aldraða Breta

Þessum var ekki smalað þær flugu burt sjálfar /Mynd: María Gunnarsdóttir

All sérstæð uppákoma var í uppsiglingu fyrir skömmu vestur í Dölum, en var stoppuð vegna þess að  Björgunarsveitin á staðnum, neitaði að vinna verkefnið. Eigandi Ljárskóga, Arnór Björnsson, hefur boðið upp á rjúpnaveiði á svæðinu sínu og  laxveiði á sumarin í Fáskrúð. Þetta átti að vera tilraun segir Arnór og eldri Bretar sem voru þarna á veiðum á hans landi myndu skjóta fluginn þegar búið var að smala honum. Átti að fá Björgunarsveitina á staðnum til að smala fuglinum enda Bretarnir orðnir gamlir, sá elsti orðinn áttræður. Björgunarsveitin skyldi fá á milli 2 og 3 miljónir fyrir smölunina. Þessi aðferð þekkist í Bretlandi að smala fuglum saman.

En Björgunarsveitin Ósk var treg til verksins, sem er skiljanlegt, en Bretarnir fengu 27 rjúpur án þess að rjúpunum væri smalað fyrir þá. Þetta minnir aðeins gamla tíma í rjúpnaveiði þegar neti var hent yfir fuglinn, eftir að búið var að smala þeim eins og á Snæfellsnesi forðum daga. 

Þórður frá Dagverðará segir frá þessu í viðtali við Sportveiðiblaðið fyrir 40 árum. En svona smölun átti sér stað miklu fyrr á Nesinu.