Eldislax í Ytri-Rangá
Um helgina veiddist stór lax á Gunnugilsbreiðu í Ytri-Rangá sem leit út fyrir að koma úr sjókvíaeldi. Fyrstu niðurstöður sérfræðinga gefa til kynna að svo sé.
Þetta er okkur áfall því sjókvíaeldislaxar hafa ekki verið að koma í Ytri-Rangá hingað til.
Það er stutt eftir af tímabilinu sem lokar 20. október en við biðjum ykkur að vera á verði ef þið veiðið óvenjufeita laxa með skemmda ugga og lítinn sporð.
Við fáum krufningarniðurstöður frá Hafró á næstu dögum og leyfum ykkur að fylgjast með.