„Nei ég ekki er búinn að fá fiska en veiddi fyrir nokkrum dögum,” sagði veiðimaður sem stóð töluvert frá landi við Elliðavatnsbæinn og kastaði flugunni, fiskurinn var að vaka um allt Elliðavatn. Það var blankalogn og töluverð fluga.
Veiðimenn hafa fjölmennt við vatnið kvöld eftir kvöld og veitt töluvert en líka hefur verið góð veiði í vatninu Kópavogsmegin og veiðimaður sem við hittum fengið nokkra væna fiska, bæði urriða og bleikju, síðan vatnið opnaði.
„Veiðin hefur verið verulega lífleg,” sagði veiðimaðurinn og bætti við að hann væri búinn að fara alla vega 6 sinnum síðan veiðin byrjaði núna eftir opnunina.
Já vatnaveiðin hefur farið vel af stað, fiskurinn er vel haldinn enda tíðarfarið verið verulega gott lengi vel.
