FréttirRjúpanSkotveiði

Mikið gengið á fyrsta degi og margir fengu rjúpur

/Mynd: María Gunnarsdóttir

„Við vorum á Holtavörðuheiðinni og fengum tvær rjúpur í Bláhæðinni,“ sagði Karl Hallur Sveinsson, sem var á heiðinni á fyrsta degi veiða í gær, ásamt fleiri vöskum veiðimönnum. „Það voru tíu bílar á heiðinni sem við sáum en við fundum  tíu rjúpur en náðum þessum tveimur,“ sagði Karl enn fremur.

„Við vorum hjá Húsafelli og fengum flotta veiði,“ sagði veiðimaður í samtali við okkur. „Fínt í jólamatinn á þessu ári,“ sagði veiðimaður.

Já það var mikið gengið í gær um allt land og verður næstu daga. ,„Við vorum fyrir norðan og ég fékk þrjá fulga, þetta var frekar rólegt, snjókoma og þoka, förum aftur í dag,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson í samtali. „Við vorum í Þistilfirði og það gekk bara vel hjá okkur,“ sagði  Dagný Hinriksdóttir um veiðina.

Veiðimenn voru mikið á ferðinni og fengu alla vega eitthvað í jólamatinn. Svakalega margir á rjúpu strax á fyrsta degi.

Sara Mjöll Ólafsdóttir með rjúpu á fyrsta degi rjúpnaveiða /Mynd: Karl Hallur