FréttirRjúpanSkotveiði

Rjúpnaveiðin farin að styttast í annan endann

Mynd/ María Gunnarsdóttir

„Við ætlum að kíkja á Holtavörðuheiðina og svo aðeins vestur næstu daga, veðurfarið er ótrúlegt og jörð auð,“ sögðu veiðimenn sem voru að leggja í hann í morgun og bættu við; „við fórum um daginn á Bröttubrekku og fengum nokkra fugla. Veðurfarið er ótrúlegt til rjúpna þessa dagana og þetta eru bara fínir göngutúrar. „Veiðimenn sem við höfum frétt af hafa flestir náð sér í matinn,“ sögðu veiðimennirnir og þutu af stað.

Veiðin hefur gengið vel en rjúpan var stygg fyrstu dagana sem hefur aðeins lagast og margir veitt vel. Hvort sem er á Vesturlandi, Norðurlandi, Austurlandi og Suðurland, þá hefur veiðin verið vel í lagi.

Rjúpna­veiðar eru heim­il­ar í vet­ur frá 24. októ­ber á öll­um veiðisvæðum, eins og flestir veiðimenn vita. Veiðar verða leyfðar frá föstu­dög­um til og með þriðju­dög­um en lok veiðitíma­bils er mis­jafnt eft­ir veiðisvæðum. Svo þetta fer að styttast verulega í annan endann og veiðimenn ætla að nota síðustu helgarnar vel.

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, staðfesti rjúpna­veiðitíma­bilið í ár. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráði Íslands.

  • Aust­ur­land: 24. októ­ber – 22. des­em­ber
  • Norðaust­ur­land: 24. októ­ber – 2. des­em­ber
  • Norðvest­ur­land: 24. októ­ber – 18. nóv­em­ber
  • Suður­land: 24. októ­ber – 11. nóv­em­ber
  • Vest­ur­land: 24. októ­ber – 2. des­em­ber
  • Vest­f­irðir: 24. októ­ber – 18. nóv­em­ber