„Við félagarnir erum nýkomnir úr viku veiðitúr að austan í heiðagæs og hreindýri,“ sagði Sigfús Heiðar og bætti við; „fannst okkur sláandi hvað var mikið minna af heiðagæs en undanfarin ár sem kemur kannski ekki á óvart í ljósi aðstæðna í vor á varptíma. Á „okkar“ svæði var þetta mjög áþreifanleg fækkun miðað við undanfarin ár. Fórum við víða um heiðarnar og sáum samt slangur af fugli en þá aðallega frekar stóra hópa, væntanlega mikið af geldfugli. Ekki að ég haldi að þetta hafi stórkostleg áhrif á stofninn þar sem hann stóð styrkum stoðum fyrir þetta áfall. Held samt að menn ættu vel að ná sér í matinn, við komum amk nokkuð sáttir og allir með í matinn. En ljósi punturinn í þessari ferð var hvað við sáum mikið af rjúpunni, hænur með svona 8 til 10 unga hver. Það er held ég ljóst að rjúpan hafi ekki verið orpinn þegar hretið skall á, þannig að maður getur hlakkað til næsta veiðitímabils,“ sagði Sigfús enn fremur.
Eldra efni
Laxá er alltaf jafn skemmtileg
„Ég var að koma úr Laxá í Aðaldal og við fengum 6 laxa á þriggja daga vakt,“ sagði Halla Bergþóra Björnsdóttir sem var að koma úr veiðiferðinni, en þar hefur verið að gefa ágæta veiði. „Það voru erfið veðurskilyrði part af þessum
Ytri–Rangá að gefa vel
Það eru stórlaxar á sveimi í Ytri–Rangá og í þessum töluðu orðum var þessi 101 cm hængur að koma á land. Laxinn veiddist í Kerinu fyrir ofan Ægisíðufoss. Veiðimaður Theadór Friðjónsson. Í gær kom á land 98 cm hængur og
Þverá sækir á Norðurá
„Við vorum að landa þessum laxi, sá fyrsti hjá okkur í dag,“ sögðu hressir veiðimenn við Ölfusá í gær en áin hefur gefið 90 laxa og 14 urriða, sem er allt í lagi þar. Vatnið er mikið í ánni þessa
Bókin „Ástin á Laxá“ að koma út í vikunni
Útgáfu bókarinnar Ástin á Laxá – Hermóður í Árnesi og átökin miklu verður fagnað í vikunni hjá Sölku. Hér segi ég söguna af því þegar við Þingeyingar tókum til okkar ráða til verndar náttúrunni og sprengdum stíflu í Laxá með dýnamíti í
Sá stærsti í Svartá í Húnavatnssýslu
Berglind Ólafsdóttir landaði risafiski í Svartá í Húnavatnssýslu 21. júli sl. en lítið hefur frést af afrekinu fyrir en núna. Fiskurinn var 111 cm og sagðist Berglind hafa verið 90 mínútur með fiskinn á, í samtali við Sporðaköst. Hún var vel þreytt
Stefnir í köldustu opnun seinni ára
„Ég gekk meðfram Varmá og það er frekar kuldalegt þarna þessa dagana. Vinur minn var við Kirkjubæjarklaustur og þar er ekkert skárri staða, það má hlýna töluvert mikið svo staðan verði viðunandi“ sagði veiðimaður sem ekki getur beðið lengur frekar