„Við félagarnir erum nýkomnir úr viku veiðitúr að austan í heiðagæs og hreindýri,“ sagði Sigfús Heiðar og bætti við; „fannst okkur sláandi hvað var mikið minna af heiðagæs en undanfarin ár sem kemur kannski ekki á óvart í ljósi aðstæðna í vor á varptíma. Á „okkar“ svæði var þetta mjög áþreifanleg fækkun miðað við undanfarin ár. Fórum við víða um heiðarnar og sáum samt slangur af fugli en þá aðallega frekar stóra hópa, væntanlega mikið af geldfugli. Ekki að ég haldi að þetta hafi stórkostleg áhrif á stofninn þar sem hann stóð styrkum stoðum fyrir þetta áfall. Held samt að menn ættu vel að ná sér í matinn, við komum amk nokkuð sáttir og allir með í matinn. En ljósi punturinn í þessari ferð var hvað við sáum mikið af rjúpunni, hænur með svona 8 til 10 unga hver. Það er held ég ljóst að rjúpan hafi ekki verið orpinn þegar hretið skall á, þannig að maður getur hlakkað til næsta veiðitímabils,“ sagði Sigfús enn fremur.