Vorveiðin fer víða vel af stað og veðrið er gott, en ekki við veiðiskapinn í Kelduhverfi í dag alla vega, en gærdagurinn var frábær. Flott veður og góð veiði en í dag var leiðindaveður en samt fiskurinn að gefa sig.
„Já við vorum að opna Litluá í Kelduhverfi og það var fínt veður í gær meiriháttar flott veiði og vænir fiskar,“ sagði Helgi Jóhannesson þegar við heyrðum í honum nýkomnum af árbakkanum.
„Við fengum fyrsta daginn 46 fiska fyrir hádegi og 25 eftir hádegi en það var hríð í morgun og kalt, samt vorum við að fá fiska, mest fiskar í góðri stærð. Fyrsti dagurinn gaf 71 fisk, sem er bara í fínu lagi,“ sagði Helgi enn fremur.