Fréttir

Þverá að komast í 600 laxa – veiðin að glæðast en ekki alls staðar

Rúna Tómasdóttir með flottan lax úr Þverá /Mynd Skúlisigurz

„Já veiðin gekk vel hjá okkur og hollið fékk 70 laxa á þremur dögum en fiskurinn tók svakalega grannt og við misstum marga,”sagði Skúlisigur Kristjánsson sem var að hætta veiðum á hádegi í dag í Þverá í Borgarfirði.  En núna eru komnir 600 laxar á land og veiðin að glæðast verulega en eins og víða þarf rigningar og það í miklum mæli.

„Þetta var skemmtilegur veiðitúr mikið af fiski,  pakkað sumstaðar en það þýddi ekkert nema litlar flugur. Já fiskurinn tók grannt og við misstum mikið en það var eingöngu veitt á flugur númer 16 og 18. Settum örugglega í annan tug af fiskum en fengum 8 laxa á stöngina,”sagði Skúlisigurz enn fremur.

Veiðin hefur glæðast aðeins í nokkrum veiðiám en má lagast eins og í Húnavatnssýlu þar sem hún er langt frá því að vera góð.