Veiðin er víða komin á fleygiferð og veiðin er hafin í Tungufljóti og komu 30 fiskar á land í gær við krefjandi aðstæður og glæru og logn. Veiðimenn sáu ríflega 100 fiska torfu upp við brú og niður í Kríuhólma. Nær alls staðar urðu veiðimenn varir við fiska og í dag verður farið í Breiðafor og Bjarnafoss á morgun.
Tilfinning manna var að mun meiri fiskur sé í uppánni en síðustu ár á sama tíma.
Tungulækur var að opna og fékk fyrsta hollið 120 fiska sem verður að teljast frábær veiði og Vatnamótin hafa verið að gefa veiði. Geirlandsá gaf líka marga góða fiska fyrstu dagana.
Byrjunin er góð veiði, fiskurinn að veiðast og veðurfarið næstu daga er sumar og sól.