Hann Jakob Dan Sævarsson fór með pabba sínum í sína fyrstu veiði í gær. Þeir feðgar skelltu sèr í Baugstaðarós. Þetta voru hans fyrstu köst með veiðistöng og það að var ekki að spyrja að því í fjórða kasti gerðist það að hann setti í fisk alveg sjálfur (pabbinn Sævar Þór Gíslason sá um háfinn) og það var eins og að hann hafi aldrei gert neitt áður. Ekki skemmdi það nú fyrir að fyrsti fiskurinn sem hann veiðir var 8p Lax, ala Maríulax.
Að sjálfsögðu var svo veiðiugginn bitinn af eins og við á um maríulax, í kjölfarið tók hann síðan 7p sjóbirting. Ekki amalegt að byrja veiðimennskuferilinn svona.
