EldislaxarFréttir

Eldislaxar í Haukadalsá, enginn veit hvaðan þeir koma

Jóhannes Sturlaugsson með einn af eldislöxunum sem veiddist í nótt

Í nótt fór fóru þeir Jóhannes Sturlaugsson, Ingólfur Ásgeirsson og Óskar Páll Sveinsson að kanna ástandið í Haukadalsá eftir að eldislax veiddist þar í gær, eins og við greindum frá.  En í neðsta hyl árinnar höfðu sést nokkir stórir laxar. 
Þeir drógu á hylinn og náðu þremur löxum en fleiri voru þarna sem ekki náðust og voru þetta eldislaxar sem enginn veit hvaðan koma. Ekkert strok hefur verið tilkynnt til Hafrannsóknastofnunar og Jóhannes Sturlaugsson segir ástandið vera alvarlegt í ánni og enginn viti hvað margir eldislaxar sé að finna þar þessa dagana, né hvaðan þeir koma.
Það er enginn búinn að gleyma slysasleppingunni fyrir tveimur árum þar sem rannsókn á henni var felld niður og enginn bar ábyrgð á því stórslysi. 

Það á ekki af Haukadalsá að ganga í sumar, Hnúðlaxinn hefur herjað á ána og veiðimenn sem voru þarna veiddu þá ofar í ánni.  Eldislaxinn er óvænt mættur og róleg laxveiði hefur verið í ánni í sumar. Það hafa veiðst 140 laxar sem eru í meðallagi.