Tómas Skúlason með urriðan væna
FréttirUrriði

Bolti úr Þingvallavatni

„Ég hélt að nú væri búið að ná í hundrað kallinn í Þingvallavatni en fiskurinn var tæpir 90 sentimetrar,“ sagði Tómas Skúlason, sem veiddi bolta fisk í Þingvallavatni i vikunni. En stóri  fiskurinn er greinilega byrjaður að gefa sig vatninu þessa dagana.

„Fiskurinn var sautján  pund en gaman af þessu. Við skruppum í fjóra tíma og náum sex fiskum, allt vænir frá sex uppi sautján punda og það var mikið af fiski á ferðinni. Stærri fiskurinn er greinilega farinn að gefa sig því undanfarið höfum við bara verið að fá frá tveimur pundum uppi fimm. Það stefnir í góða haustveiði í Þingvallavatni en þessi stóri fiskur tók gulan og brúnan streamer,“ sagði Tómas enn fremur.