Yfirfallið stöðvaði veisluna
Þá er veiði lokið á Jöklusvæðum þó klakveiði verði áfram stunduð næstu daga. Þegar upp er staðið komu 933 laxar á land en ef við bætum við Fögruhlíðará gerir það 955 laxar af öllu svæðinu. Sjóbleikjan og sjóbirtingur er greinilega á uppleið og ríflega 300 silungar veiddust í sumar.
Það stefndi í stórt sumar í Jöklu en yfirfallið stöðvaði það. Áin væri líklega efsta náttúrulega áin þetta árið hefði allt gengið eftir.