Flottur maríulax úr Elliðaánum
Eva Lind Ingimundardóttir, 13 ára, landaði fallegum maríulaxi úr Elliðaánum í gær, nánar tiltekið í veiðistaðnum Hraunið sem er á frísvæðinu rétt fyrir ofan vatnsveitubrú. Það komu tveir laxar úr hylnum hjá okkur, en báðir tóku þeir fluguna Sjáandann #14