Fólkið í Aðaldalnum Eva Björg Sigurðardóttir og Gunnar Sigurðsson

Fyrir fjórum árum, þann 4. ágúst, kynntust Gunnar og Eva í veiðiferð hér hjá okkur í Laxá í Aðaldal og hittust í fyrsta sinn í vöðluskúrnum. Sama dag ári síðar fór Gunnar á hnén í vöðluskúrnum og bað Evu. Hún sagði já 💍. Á mánudaginn síðastliðna, á sama degi og ævintýrið hófst þann 4. ágúst, gengu þau í heilagt hjónaband – í vöðluskúrnum og að sjálfsögðu í vöðlunum. Nýbúin að landa sitthvorum hængnum, 70 cm og 95 cm. Til hamingju elsku Eva og Gunnar og takk fyrir að leyfa okkur að vera hluti af þessari einstöku og fallegu ástarsögu.

Og stæsti lax sumarsins veiddist í Laxá í Aðaldal í gær en hann reyndist 105 sentimetrar og veiddi Ásgeir Steingrímsson fiskinn í Vitaðsgjafa.

Allt að gera í Aðaldalnum þessa dagana