FréttirLaxveiði

Átján laxar í Leirvogsá – rigning mætti á staðinn

Kristín Tinna með lúsugann hæng úr Kvörninni  tekinn á micro kón í gær

„Vinafólk mitt Kiddi og Kristin Tinna áskotnuðust einn vakt f.h. í Leirvogsá í gærdag, “sagði Bæring Jón Guðmundsson og bætti við; „ég bauðst til að fara með þeim og sýna þeim þessa perlu, þar sem ég veiði þarna mikið og þekki vel til. Áin var í fínu vatni og mikið af fiski að ganga og fiskur um alla á , veit að hann er kominn alveg uppí efsta stað Tröllafoss. Þau settu í slatta af fiskum, lönduðu þremur og misstu nokkra, allt var þetta á litlar flugur og micro kóna. Tveir þessara fiska voru lúsugir, þannig að það er að strauja nýr fiskur inn á hverju flóði. Samkvæmt angling.com komu 18 á land í Leirvogsá í gær á bara 2 stangir og þar af er þriðjungur á flugu.