Einn skemmtilegasti tími ársins er loksins runninn upp. Já, það verður svo sannarlega tilefni til að gleðjast þegar Brúará, Korpa og Leirvogsá opna árbakka sína fyrir veiðimönnum á morgun – fyrsta dag aprílmánaðar.
Nóg er af lausum stöngum í Brúará næstu daga á meðan Korpa er einni stöng frá því að verða uppseld í apríl. Að sama skapi er Leirvogsá meira og minna seld fyrstu tíu dagana en öll laus leyfi í vorveiðinni er að finna.
Já biðin er að enda og veiðin byrjar í fyrramálið, frábær spá og stór möguleiki að fá fiska strax í morgunsárið.
Við ætlum að vera á árbakkanum í Leirá í Leirársveit þegar hún opnar við góðar aðstæður annað en var í fyrra ís á öllum pakkanum.