Fréttir

Fallegt við Elliðavatn, einn og einn fiskur að vaka

Mynd: María Gunnarsdóttir

Það var allt rólegt við Elliðavatn seinnipartinn í dag, fiskurinn búinn að hrygna í vatninu þetta árið, allavega silungurinn, laxinn er kannski eitthvað að spá ennþá. Fuglalífið er fjölbreytt á vatninu, álftir, endur, gæsir og gráhegri þessa dagana. 

Veiðitíminn er liðinn fyrir löngu og veiðin var fín í vatninu í sumar, margir veiddu vel. „Við erum búnir að koma nokkrum sinnum í sumar, laxinn er hérna en tekur,illa,” sögðu veiðimenn sem við hittum við vatnið í september og voru að reyna við laxinn með ýmsum flugum. „Um daginn fengum við laxa en ekkert núna,” sögðu veiðimennirnir sem eru komnir með stangirnar uppá hillu núna.

En það styttist í næsta veiðitíma, fiskurinn var að vaka, en enginn að reyna að veiða hann núna. Það bíður betri tíma og veðurfars.