Fékk fjórar rjúpur
Rjúpnaveiðitíminn fer að styttast í annan endann en ennþá er veitt fyrir austan og veiðimenn hafa stundað veiðiskapinn til að ná í jólamatinn. Flestir hafa náð sínu en ekki allir og þeir ætla að reyna á næstunni.
„Ég fór á rjúpu austur síðustu helgi og fékk fjórar,” sagði Páll Thamrong Snorrason þegar við spurðum um veiðina og hann bætti við; „fuglinn er neðarlega fyrir austan þar sem ég var. Mikill snjór ofan í firði þannig að fuglinn var mjög dreifður. Sá nokkra smá hópa hérna fyrir austan og norðan. En fuglinn felur sig í kjarrinu og snöggar að hverfa ef maður sér þær ekki fyrst. Stundum eru rjúpurnar rólegar en annars styggar á 200 til 300 metrum,” sagði Páll enn fremur.

