Flott veiði í Tungufljóti
„Var með Spánverja við veiðar síðustu daga í Tungufljóti. Ekta íslenskt haustveður… rok og rigning,“ sagði Árni Friðleifsson um ferðina í Tungufljót.
Mikið vatnsveður í Skaftártungu og fljótið bólgið. „Fiskur greinilega að ganga upp í Tungufljót, samtals lönduðum við 34 fiskum sem er bara gott eftir 5 vaktir.
Spánverjarnir vildu meina að heima á Spáni hefði verið búið að gefa út viðvörun vegna óveðurs… slepptu því síðustu vaktinni,“ sagði Árni enn fremur.



