Hvers vegna er laxinn tregari og tregari?
Veiðin í sumar hefur ekki verið góð og reyndar slök í mörgum laxveiðiám. Um þetta geta veiðimenn alla vega verið sammála en annað hefur líka vakið meiri athygli hjá veiðimönnum og það er að laxinn verður alltaf tregari og tregari með hverju árinu. Og í sumar hefur hann verið óvenju tregur að taka.
„Við vorum að koma úr laxveiði og hollið veiddi 8 laxa en laxinn var alveg hrikalega tregur að taka,” sagði veiðimaður, sem hefur veitt víða og fengið marga laxa af öllum gerðum og stærðum. „Ég reyndi öll fluguboxin og það var sama, jú fékk einn lax en hann var tregur, var kominn með flugurnar niður í 18 og ekkert gekk. Í hollinu voru fanta veiðimenn sem hafa veitt þarna mikið og þeir sögðu allir sömu söguna, fiskurinn hafði bara engan áhuga, hvað sem veldur. Mér finnst laxinn verða tregari með árunum og margir eru sammála mér,“ sagði veiðimaðurinn.
Annar veiðimaður var snemma í sumar í Leirvogsá og lenti í því að lax var að ganga í ána, allt nýr fiskur og fiskurinn hafði engan áhuga, nýgenginn fiskur. Fór svo ég í Langá á Mýrum og þar var mikið af fiski en áhuginn var einnig verulega lítill. Já fleiri veiðimenn hafa lent í þessu í sumar,” sagði veiðimaðurin.
Svona mætti lengi tala, sögurnar frá þessu skrítna sumri eru margar úr veiðinni, þar sem ýmislegt hefur gerst sem veiðimenn hafa ekki upplifað. Kannski eru laxarnir færri á þessu sumri og það getur spilað inní amk verður erfiðara að fá hann til að taka agn veiðimanna.