Fréttir

Jógvan: Stórskrítið sumar á enda

Jógvan Hansen

„Ég var að koma af fjallinu í Langá og svo er það Færeyjar á föstudaginn, veiðisumarið er búið þetta árið, stórskrítið sumar svo ekki sé meira sagt,“ sagði Jógvan Hansen, þegar við náðum í hann nýkominn úr síðasta veiðitúr sumarsins.

„Þetta var virkilega gaman og hrikalega fallegt þarna uppfrá í Langá þó norðan áttin hafi verið verulega miskunnarlaus við okkur. Sáum fullt af laxi en hann var verulega tregur eins og hann er búinn að vera í allt sumar, rosalega tregur. Já alveg stórkostlega skrítið í sumar, eins og fiskarnir hafi talað saman eins og rauð frances, ekki taka hana eins og fleiri flugur. Hef farið víða og veitt samt vel, í Veiðivötn og Mallasvötn voru frábær,“ sagði Jógvan enn fremur.