Listahnýtarinn Örn við væsinn
Á laugardaginn fáum við Örn Hjálmarsson í heimsókn í Veiðiflugur, þar sem hann sest við væsinn og hnýtir vel valdar silungaflugur. Örn hefur áratuga reynslu af fluguveiði og fluguhnýtingum og er þekktur listahnýtari. Hann á fjölda gjöfulla flugna, þar á meðal Langskegginn, sem líklega er hans þekktasta og mest notaða fluga.
Örn mun deila reynslu sinni, sýna handtökin sem skipta máli og ræða mismunandi aðferðir og útfærslur við hnýtingar. Starfsfólk Veiðiflugna kynnir nýjungar í hnýtingaefnum og veitir ráðleggingar um búnað og efnisval.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir þau sem eru að byrja í fluguhnýtingum, en einnig fyrir reyndari hnýtara sem vilja fá innsýn í vinnubrögð og hugmyndafræði Arnar.
Verið velkomin í Veiðiflugur laugardaginn 31. janúar kl. 12–15. Heitt verður á könnunni að venju.

