Fréttir

Minningar frá sumri um þann stóra

Þorleifur Guðjónsson með 102 sentimetra lax af Iðu í september

„Sumarið var fínt og veiðin gekk vel, veiddi þann stóra á Iðu núna í september,“ sagði Þorleifur J Guðjónsson tónlistarmaður og tónlistarkennari í samtali, en margir eru að fara yfir sumarið þessa dagana og spá í það næsta, sem styttist verulega í. Við ætlum að heyra í veiðimönnum á næstu vikum og skoðum stöðuna hérna á veidar.is.

„Ég veiddi þennan stóra i september og svo aftur á Iðu þann 24. september og veiddi þá átta laxa, það var meiriháttar, fór þarna til veiða tvisvar í sumar. Síðan fór ég á Arnarvatnsheiðina tvisvar sinnum en var frekar rólegt á stöngina í fyrri ferðinni, en sú seinni var ferð í grisjun með net fyrir veiðifélagið og það var tölverð veiði, þetta var í lok ágúst. Veiðin er alltaf jafn skemmtileg,“ sagði Þorleifur enn fremur.