Mynd/María Gunnarsdóttir
FréttirRjúpanSkotveiði

Ráðherra staðfestir rjúpnaveiðitímabilið

Rjúpna­veiðar verða heim­il­ar í vet­ur frá 24. októ­ber á öll­um veiðisvæðum. Veiðar verða heim­il­ar frá föstu­dög­um til og með þriðju­dög­um en lok veiðitíma­bils er mis­jafnt eft­ir veiðisvæðum.
Jó­hann Páll Jó­hanns­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, hef­ur staðfest rjúpna­veiðitíma­bilið í ár. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráði Íslands.

  • Aust­ur­land: 24. októ­ber – 22. des­em­ber
  • Norðaust­ur­land: 24. októ­ber – 2. des­em­ber
  • Norðvest­ur­land: 24. októ­ber – 18. nóv­em­ber
  • Suður­land: 24. októ­ber – 11. nóv­em­ber
  • Vest­ur­land: 24. októ­ber – 2. des­em­ber
  • Vest­f­irðir: 24. októ­ber – 18. nóv­em­ber