Ráðherra staðfestir rjúpnaveiðitímabilið
Rjúpnaveiðar verða heimilar í vetur frá 24. október á öllum veiðisvæðum. Veiðar verða heimilar frá föstudögum til og með þriðjudögum en lok veiðitímabils er misjafnt eftir veiðisvæðum.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest rjúpnaveiðitímabilið í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.
- Austurland: 24. október – 22. desember
- Norðausturland: 24. október – 2. desember
- Norðvesturland: 24. október – 18. nóvember
- Suðurland: 24. október – 11. nóvember
- Vesturland: 24. október – 2. desember
- Vestfirðir: 24. október – 18. nóvember