FréttirSjóbirtingur

Risa sjóbirtingur á flugu í Ölfusárósi

Smári Björn Þorvaldsson með 15 punda sjóbirtinginn á svartan skullhead

„Já þetta var heldur betur fjör að fá þennan flotta sjóbirting á flugu í Ölfusárósum sagði Smári Björn Þorvaldsson, sem veiddi risa birting á dag, þann stærsta sem hann hefur veitt í gegnum tíðina.  Þessi var 77 sentimetrar en hafði áður fengið 90 sentimetra sem var minn stærsti fiskur.

„Fiskurinn var 15 punda og þetta var barátta í 20 mínútur, mjög skemmtilegt en ég var með flugustöng fyrir línu 6 og 12 punda taum. En hann rauk í þrígang langt niður á undirlínu, lengsta rokan var örugglega um 60 metrar úr, bara fjör. Ég veiddi þarna fyrir nokkrum árum en þetta var í fyrsta skiptið í sumar. Þetta var sá einni í dag hjá mér og ég var mjög sáttur með þetta,” sagði Smári að lokum.