Skítaveður víða á rjúpunni fyrsta daginn
Við vorum sex við veiðar í landi Kalmannstungu þennan fyrsta dag rjúpuveiða þetta árið,“ sagði Skúli E Kristjánsson Sigurz í samtali og bætti við; „aðstæður erfiðar og gekk á bæði með rigningu og éljagangi ofan í stífa suð-austan áttina. Rjúpan var stygg og erfið viðureignar. Við létum okkur hafa 5-6 klukkutíma göngu í Hallmundarhrauninu og höfðum ágætis veiði upp úr því. Erum bjartsýnir fyrir tímabilinu þar sem við sáum mikið af fugli. Það verður gaman að sjá hvað helgin ber í skauti sér þar sem hann virðist ætla að snúa sér í norðanátt og sunnudagurinn lítur vel út samkvæmt veðurspánni,“ sagði Skúli enn fremur.