Veiðin oftast verið betri í vestlensku ánum
Veiði í laxveiðiánum á Vesturlandi hefur oft verið betri. Víða var hún mjög slök í öllum samanburði. Nú að afloknu veiði tímabili kíktum við á stöðuna, byrjum í Dölum, þá á Snæfellsnesi og endað í Borgarfirði.
Hvolsá og Staðarhólsá gaf 103 laxa, tvo hnúðlaxa, 306 bleikjur, sex urriða og tvær flundrur.
„Krossá endaði í 31 laxi og 60 sjóbirtingum, 14 bleikjum og svo náðum við sjö minkum,“ sagði Trausti Bjarnason bóndi á Á þegar við spurðum hann um sumarið. „Það er eitthvað mikið að,“ bætti hann við.
Flekkudalsá var erfið þetta sumarið eins og fleiri ár á svæðinu. Aðeins 55 laxar veiddust á móti 148 löxum sumariðáður. Fáskrúð í Dölum var sömuleiðis róleg í sumar en erfitt að fá veiðitölur úr henni.
Laxá í Dölum gaf alls 809 laxa, byrjaði rólega en veiðimenn sem voru í henni sögðu mikið vera af fiski en hann tæki illa. Sama vandamál og í fleiri veiðiám þetta sumarið.
Haukadalsá var mikið í fjölmiðlum í sumar; eldislaxar, hnúðlaxar og minni laxar á land. Fjórir eldislaxar veiddust í henni en aðeins 289 villtir laxar og hellingur af hnúðlaxi. Þverá í Haukadal gaf 16 laxa þetta sumarið.
Miðá í Dölum kom skemmtilega á óvart með nokkrum stórum löxum allt upp í 105 sentimetra sem allir komast á lista yfir stærstu laxa sumarsins. Áin gaf 84 laxa og mest veiddist í september. Hellingur veiddist af bleikju.
„Hörðudalsá í Dölum gaf 45 laxa og 50 bleikjur, en fiskurinn tók illa,“ sagði Níels Olgeirs á Seljalandi í Hörðudal og bæti við: „Þetta var rýrt sumar.“
Straumfjarðará á Snæfellsnesi endaði í 314 löxum þetta sumarið og veiðimenn sem voru í henni fyrr í sumar sögðu mikið af laxi vera í henni. Þeir fengu flotta veiði.
Haffjarðará stendur sig alltaf vel og gaf 18 löxum meiri veiði núna en fyrir ári síðan, nú veiddust 824 laxar.
Hítará bætti þig sömuleiðis mikið á milli ára og gaf núna 880 laxa en í fyrra kom á land 431 lax. „Fínt sumar í Hítará,“sagði Haraldur Eiríksson.
Langá á Mýrum endaði í 714 löxum sem er töluvert minni veiði en fyrir ári síðan. Sama vandamál var í Langá á Mýrum og annars staðar og enginn veit skýringuna. Laxinn varhreinlega áhugalaus að taka agn veiðimanna. Hvað sem nú veldur því.
Gljúfurá í Borgarfirði byrjaði verulega rólega í sumar og ekki sást lax í henni fyrsta mánuð veiðitímabilsins, en en svo kom hann loksins. 117 laxar veiddust í ánni en árið áður 191 lax.
Norðurá í Borgarfirði endaði í 1.150 löxum sem er töluvert minna en í fyrra en þá komu yfir 1700 laxar að landi.
Þverá og Kjarará í Borgarfirði endaði í 1.852 löxum.Ingólfur Ásgeirsson veiðiréttarhafi segir þetta minni veiði en í fyrra. Hann hefur nú tekið við Störum og Davíð Másson og Halldór Halldórsson búnir að draga sig út út fyrirtækinu. Starir eru sömuleiðis með Straumana og Brennuna í Borgarfirði auk Víðidalsár í Húnavatnssýslu.
Grímsá í Borgarfirði endaði í 843 löxum, en þar sást mikið af laxi, sem ekki tók.
Reykjadalsá gaf 177 laxa sem bara góð veiði miðað við að áin er venjulega mjög viðkvæm í þurrkasumrum.
Flókadalsá gaf 210 laxar sem er helmingi minni veiði en í fyrra.
Svipaða sögu er að segja úr Andakílsá sem endaði aðeins í 105 löxum, en gaf 525 laxa í fyrra. Veiðimenn sem voru í ánni fyrr í sumar sögðu töluvert vera af fiski í henni en hann væritregur mjög.
Straumarnir gáfu 124 laxa og helling af silungi.
Brennan gaf 141 lax og mikið af silungi.
Skuggi í Borgarfirði gaf 79 laxa og mikið af silungi. Fyrsti lax sumarsins veiddist í Skugga annað árið í röð.
Laxá i Leirársveit gaf 598 laxa þetta sumarið og Leirá í Leirársveit var að loka en veitt var í henni til 10. október. Lax og sjóbirtingur hefur verið að gefa sig síðustu daga.
Stórskrítið veiðisumar er að baki – laxinn aldrei verið tregari að taka agn veiðimanna.
