Barnabókin Veiðivinir; „koma börnunum úr tölvunum út að veiða“
Barnabókin Veiðivinir, eftir Gunnar Bendar og Guðna Björnsson, er nú komin í sölu í flestum bókabúðum Pennans & Eymundssonar og fæst einnig í mörgum veiðibúðum um land allt. Salan fer vel af stað en höfundar eru í óðaönn að kynna bókina fyrir væntanlegum lesendum á helstu ljósvakamiðlum landsins og í dag var Gunnar Bender í góðu viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Hér má sjá viðtalið og heyra um tildrög útgáfunnar og bakgrunn Gunnars í lax- og silungsveiði í íslenskum ám og vötnum en óhætt er að segja að Gunnar eigi farsælan og langan feril í veiðimennskunni.