24 flugur til jóla
Veiðihornið kynnir: Jóladagatölin 24 flugur til jóla sem Veiðihornið framleiðir til þess að stytta fluguveiðimönnum stundir á aðventunni eru á leið til landsins.
Þegar veiðisveinarnir Flugusníkir, Lontukrækir, Sporðasleikir og Stangastaur lenda með jóladagatölin, lokum við fyrir forsöluna, en til mikils er að vinna að kaupa jóladagatölin skemmtilegu í forsölu á vefsíðu Veiðihornsins, því nöfn allra sem það gera lenda í potti sem við drögum úr. Sú eða sá heppni sem birtist úr pottinum mun fá splunkunýja Sage R8 Core flugustöng í jólagjöf frá starfsfólki Veiðihornsins.
Jóladagatölin eru tvenns konar eða 24 silungaflugur til jóla og 24 laxaflugur til jóla. Ein fluga birtist á dag frá 1. til 24. desember ásamt QR kóða sem færir eigandanum frekari upplýsingar um fluguna.
Þetta er þriðja árið sem við bjóðum jóladagatölin skemmtilegu en tvö hin fyrri ár seldust þau upp og fengu færri en vildu. Við stór jukum við magnið nú en það stefnir í að dagatölin seljist upp þrátt fyrir það. Forsölunni með möguleikanum á að eignast nýja Sage R8 flugustöng lýkur í vikunni þegar við fáum dagatölin í hús.