„Frábærri veiðiferð var að ljúka en á fjórða tug veiðikvenna voru saman komnar í Ytri-Rangá,“ sagði Bára Einarsdóttir í samtali.
„Mikil veiði, mikil gleði og góð vinátta einkennir þennan glæsilega hóp veiðikvenna sem ég er partur af. Það er hugmyndarík skemmtinefnd sem er með uppákomur og glaðninga fyrir okkur. Skemmtilegt þema krydda viðburðinn en ég fékk t.d. verðlaun í þessari ferð fyrir best klædda rokkarann ha ha ha. Þessi ferð er eitthvað sem ég tel niður í ár hvert og hlakka strax til að huga að næsta ári,“ sagði Bára að endingu.