„Lóreley Rósenkranz heitir hún, en við fórum saman á barnadaga í júlí og heppnin var ekki með okkur en þar náði hún að æfa köstin og kynnast ánni aðeins,“ sagði Sindri Rósinkranz í samtali og bætti við; „þetta skilaði sér í dag, fórum saman á morgunvakt og klukkan var rétt um 7:30 þegar hún var búin að landa 63 cm hæng í Höfuðhylnum. Háfaði svo fisk fyrir pabba sinn í Efra Horni stuttu seinna og enduðum svo vaktina á að landa hrygnu í Hundasteinum 5 mínutum I eitt,” sagði Sindri um veiðitúrinn í Elliðaárnar.