DorgveiðiFréttir

Mikil umferð á Hafravatni í vetur

Veiðimenn við dorg á Hafravatni sem mikið hefur verið stundað ú vetur/ Mynd: María Gunnarsdóttir

„Það hafa margir verið að veiða í Hafravatni í vetur, miklð sömu veiðimennirnir,“ sagði sumarbústaðaeigandi við Hafravatn, en veiðimenn hafa fjölmennt við dorgveiði á vatninu. Það er frítt að veiða í vatninu allt árið en fiskarnir mættu vera aðeins stærri.

„Ég sé að menn hafa verið að fá fína veiði bæði bleikja og urriði. Þetta er mikið sama fólkið mest nýbúar og einn og einn Íslendingur,“ sagði sumarbústaðaeigandi og veiðimaður við vatnið.

„Ég er með nokkra menn í vinnu og þegar þeir eiga frí fara þeir mikið að veiða og eru svakalega duglegir að fiska,“ sagði forstjóri fyrirtækis sem hefur erlenda starfsmenn í vinnu.

Það hefur víða verið veitt í vetur, margir fengið góða veiði og flotta fiska.