Þeir Jóhannes Þorgeirsson og Einar Páll Garðarsson sem standa að Veiðikló ehf eru nýir leigutakar að Krossá ásamt landeigenda í Bitrufirði en þeir hafa náð samkomulagi um leigu á ánni næstu 10 árin. Já við höfum náð samkomulagi við landeigendur að í sameiningu ætlum við að hlúa að ánni næstu 10 árin og er það virkilega spennandi verkefni. Eingöngu verða seld 10 tveggja daga holl sumarið 2025 og veitt frá föstudegi til sunnudags og svo verður áin friðuð í fimm daga þangað til næstu veiðimenn koma.
Krossá er lítil bergvatnsá, þar sem tvær stangir eru leigðar saman. Veiðisvæðið er um 8 km. langt með 24 merktum veiðistöðum. Krossá er sjálfbær á og í þurrkatíð verður mjög lítið vatn í ánni, því er oft hægt að sjá laxinn. Það er auðvelt að ganga nærri ánni og er eingöngu veitt á flugu og öllum laxi skal sleppt sem er mjög mikilvægt fyrir sjálfbærni árinnar
Gott aðgengi er að veiðistöðum og fínt veiðihús fylgir ánni og er það járnklætt timburhús með svefnplássi fyrir 9 manns á tveimur svefnloftum og tveimur herbergjum með efri og neðri koju hvort. Í húsinu eru öll helstu eldhúsáhöld, ísskápur, eldunarhellur, frystikista og gasgrill og baðherbergi með sturtu.
Verönd er meðfram húsinu og fyrir öðrum gafli þess. GSM samband er í húsinu. Veiðikort og veiðibók eru í húsinu.
Krossá hefur gefið mest um 180 laxa á tvær stangir á sumri.