FréttirFuglar

Einn á veiðum við Elliðavatn

Dílaskarfur í dag við Elliðavatn /Mynd: María Gunnarsdóttir

Eitt og eitt vatn hefur opnað fyrir veiðimenn. Eitt þeirra er Vífilsstaðavatn þar sem veiðimenn hafa reynt síðan 1. apríl og fengið fína fiska. En  Elliðavatn byrjar á sumardaginn fyrsta og veiðimenn eru orðnir spenntir, einhverjir meira en aðrir og hafa stolist til að ná sér fisk í gogginn. En flestir verða að bíða, þeirra tími mun koma. 

Dílaskarfur við vatnið í dag er ekkert að bíða og hefur verið við vatnið í góðu yfirlæti í þrjár vikur og gætt sér á silungi, ekkert fararsnið er á honum. Dílaskarfur hefur sést við vatnið áður en þessi virðist hafa tekið sér bólfestu og alls ekki á leiðinni burt.

Það styttist í veiðin byrji við vatnið og Dílaskarfurinn er veiðikortslaus og fiskur í hverja máltíð, en mörgum finnst hann ótrúlega rólegur á sama steininum dag eftir dag. Kannski er hádegismaturinn of nálægt.