„Það verið að fá unga fólkið til að veiða, útiveran er góð,“ sagði Ólafur Tómas Guðbjartsson eða Óli urriði. Hann var með dóttur sinni og vinafólki við Hafravatn í gær.
„Veiðin gekk rólega, mestur tíminn fór í flækjur og að leika, en það var yndislegt að standa við vatnið með krökkunum, við vorum að reyna,“ sagði Ólafur enn fremur.
Það voru margir að reyna við vatnið í gær og eitthvað að veiðasta, en fiskurinn frekar smár, en allt í lagi. Sama staða var við Elliðavatn, þar voru margir veiðimenn og nokkrir fiskar á land. Í Vífilsstaðavatni var aðeins einn veiðimaður og virðist vatnið ekki mikið stundað, hvernig sem stendur á því.