Fréttir

Fiskurinn í Minnivallarlæk erfiður í þessum hita

Séra Þór Hauksson, prestur Árbæjarkirkju með flotta bleikju. /Mynd: G Bender

„Þetta var skemmtilegur veiðitúr, fiskurinn var greinilega í hitasjokki í Minnivallarlæk, sama hvað maður bauð þeim og hvaða flugur, hann vildi ekkert,“ sagði Þór Hauksson prestur í Árbæjarkirkju sem var við veiðar fyrir austan, en ótrúlegt veður hefur verið síðustu daga.

„Við reynum ýsmar flugur en fiskurinn tók bara alls ekki enda hitinn kringum 20 gráður og blankalogn, en mikið af vænum fiski í læknum og sumir vel yfir 10 pundinn. Fengum fínar bleikjur í vatni við Galtalæk og það var skemmtilegt, vænir fiskar,“sagði Þór enn fremur.

Veiðin hefur verið ágæt í Minnivallarlæk en töluverður fiskur er víða að finna í honum en hann getur verið ansi tregur, svo vægt sé til orða tekið.

Við Minnivallarlæk í góða veðrinu