„Ég skrapp með æskuvini af Skaganum Hlöðveri Tómassyni upp á Arnarvatnsheiði í blíðunni gær,” sagði Halli Mello og bætti við: „Vorum við veiðar frá klukkan tíu og fram eftir degi. Fengum í soðið og vel það, fallega urriða og bleikjur. Alltaf gaman að kíkja á heiðina, fiskurinn, fjöllin og fuglalífið allt upp á 10. Svo lögðu Skagamenn KR inga þegar við vorum á heimleið og þar með var dagurinn fullkomnaður,” sagði Halli enn fremur.