Fréttir

Rólegt en einn og einn fiskur

Kjartan Kárason með laxinn

„Lítil laxveið hefur verið í sumar á veiðisvæði Stangveiðifélags Selfoss í Ölfusá við Selfossi,“ segir Kári Jónsson, sem var á veiðislóð fyrir austan og bætir við; „ég átti 3 daga í sumar, nú síðast 9. ágúst. Fyrri tvo dagana hafði ekki komið högg svo veiðvonin var ekki mikil. Fjögra ára barnabarn mitt, Brynjar Kára Falvard Kjartansson, mætti til mín á svæði II með kaststöngina sína sem hann náði að kasta út með alveg sjálfur. Á gyltan dýrbít fékk hann 10cm seiði sem hrökk af við „löndun“. Mikill hugur var í unga veiðimanninum sem fannst ekki stór mál að veiða. Hann kallað því „afi nú átt þú að veiða fisk!“. Eins og við manninn mælt náði afi þriggja punda sjóbirtingi á land. Síðan var ekki högg.
Feðgarnir fóru í mat og komu svo í lok vaktar. Við ákváðum að ljúka vaktinni með því að fara upp á svæði þrjú sem er undir raflínunni ofan við nýja brúarstæðið.  Þar kastaði Kjartan svörtum Tóby og í öðru kasti stökk 60 cm hængur á spúninn. Þar með höfðu þrír ættliðir veitt fisk á vaktinni og voru sælir með aflann,“ sagði Kári enn fremur.

Brynjar Kári Falkvard Kjartansson með birtinginn

60 cm hængur liggur í valnum